Katrín fór að eldgosinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór að eldgosinu í Geldingadölum í gær.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór að eldgosinu í Geldingadölum í gær. Ljósmynd/Facebook

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gekk að eldgosinu í Geldingadölum í gær. Katrín sagði frá því í spjallþættinum Vikan með Gísla Marteini á föstudag að hún hefði ekki gengið að því og auglýsti eftir leiðsögn. 

„Ekki leið á löngu þar til ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað þar sem félagi minn og jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon hafði samband og sagðist vilja drífa mig að gosinu. Þannig að í gærkvöldi fór ég með alla fjölskylduna í samfloti með Steingrími og hans fjölskyldu,“ skrifar Katrín á Facebook.

Steingrímur var ekki í sinni fyrstu ferð að eldgosinu en greint var frá því að hann hefði farið þegar gossvæðið var lokað ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni.

Katrín segir að fljótlega á göngunni hafi hún dregist aðeins aftur úr, þar sem hún hafi farið rólega yfir en samferðafólk hennar hlaupið þetta eins og afreksíþróttamenn. 

„En það gerði ekkert til; gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi,“ skrifar Katrín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert