Vísað frá Balí fyrir „fullnægingar“-jógatíma

Christopher Kyle Martin var sendur til síns heima.
Christopher Kyle Martin var sendur til síns heima. AFP

Kanadískum karlmanni hefur verið gert að yfirgefa indónesísku eyjuna Balí fyrir að bjóða upp á jógatíma þar sem iðkendur geta fengið fullnægingu. Stjórnvöld í Indónesíu segja tímana stangast á við hefðir og gildi í Indónesíu. 

Karlmanninum, Christopher Kyle Martin, var gert að yfirgefa Balí á sunnudag eftir að hafa auglýst tímana sína á netinu. Hann greiddi svo 20 evrur til að gera auglýsinguna sýnilegri og þá fór hún um sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum í Indónesíu. 

„Þetta skemmir orðspor Indónesíu og Balí sem ferðamannastaðir,“ sagði Wayan Koster, ríkisstjóri á Balí, á sunnudag. 

Martin kom til Balí í apríl og fékk vegabréfsáritun fyrir ferðamenn. 

Hann er ekki fyrsti erlendi ferðamaðurinn sem hefur verið vísað frá Balí í heimsfaraldrinum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur verið sendur heim fyrir að brjóta sóttvarnareglur. Á síðasta ári var sýrlenskur jógakennari sendur úr landi fyrir að halda fjölmennan jógatíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert