Ástarfundir Bennifer í glæsilegum einkaklúbbi

Yellowstone Club er glæsilegur VIP klúbbur
Yellowstone Club er glæsilegur VIP klúbbur Skjáskot/Instagram

Eins og frægt er orðið eyddu Jennifer Lopez og Ben Affleck síðustu helgi saman í Montanaríki í Bandaríkjunum. Þau gistu á glæsilegum einkaklúbbi sem er alls ekki fyrir alla. Við erum að tala um einkaklúbb sem er aðeins fyrir útvalda. Hann heitir Yellowstone Club og er mjög vinsæll hjá stórstjörnum á borð við Eric Schmidt, stofnanda Google, Tom Brady og Gisele Bündchen, Bill Gates, Justin Timberlake og Ellen DeGeneres.

Skjáskot/Facebook

Ben Affleck á alpahús í Yellowstone Club, en söluverðmæti fasteigna á svæðinu er frá 250 milljónum og dýrustu alpahúsin fara á 3.500 milljónir. Síðan greiðist aukalega í klúbbinn, en árgjaldið er tæplega 35 milljónir íslenskra króna.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Yellowstone Club er afgirtur þjóðgarður fyrir fræga fólkið. Æðislegar skíðabrekkur, tveir golfvellir, veitingastaðir, fjallgöngur, heilsulindir, laxveiði, einstök náttúrufegurð, sælkeraveitingastaðir og einkakokkar, ef þess er óskað. Í fljótu bragði hljómar þetta alls ekkert ólíkt Íslandi. Hér að neðan eru nokkrar myndir af þessu VIP-svæði.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Annar golfvalla Yellowstone Club
Annar golfvalla Yellowstone Club Skjáskot/Instagram

mbl.is