Hæsta „óendanleikasundlaug“ í heimi opnuð

Endaleikasundlaugin er sú hæsta í heimi.
Endaleikasundlaugin er sú hæsta í heimi. Skjáskot/Instagram

Heimsins „hæsta“ sundlaug með „óendanleikakanti“ var opnuð í mars síðastliðnum. Sundlaugin, sem er á hótelinu Address Beach Resort í Dúbaí, er í 304 metra hæð yfir sjávarmáli en húsið sjálft er 293 metrar að hæð. 

Sundlaugin er 16,5 metrar á breidd og 94,8 metrar að lengd.

Aldurstakmark er í laugina en aðeins þeir sem eru 21 árs og eldri mega skella sér ofan í. Við sundlaugina er veitingastaðurinn Zeta Seventy Seven sem býður upp á asískan mat. 

Address Beach Resort og Adress Beach Residences eru í tveimur turnum sem eru tengdir saman með brú á hæðum 63 til 77.

Sundlaugin er rúmlega 300 metra yfir sjávarmáli.
Sundlaugin er rúmlega 300 metra yfir sjávarmáli. Skjáskot/Instagram
Á þakinu.
Á þakinu. Skjáskot/Instagram
Turnarnir tengjast frá 63. hæð að þeirri 77.
Turnarnir tengjast frá 63. hæð að þeirri 77. Skjáskot/Instagram
mbl.is