Týndur bær finnst á Ítalíu

Eitt sinn þúsund manna þorp
Eitt sinn þúsund manna þorp AFP

Minjar af gömlu ítölsku þorpi í norðausturhluta Ítalíu hafa leitað aftur upp á yfirborðið eftir að hafa legið undir yfirborði stöðuvatnsins Resia í 71 ár. 1.000 íbúar þess misstu heimili sín. Þorpinu, Curon í Suður-Tíról, var sökkt af stjórnvöldum fyrir 71 ári í þeim tilgangi að byggja vatnsaflsvirkjun.

Eftir fall Austurrísk-ungverska keisaradæmisins breyttust landamæri Evrópu. Suður-Tíról, sem var hluti af keisaradæminu, féll Ítölum í skaut, þar með talið litla þúsund manna þorpið Curon. Sagan segir að þorpsbúar hafi fengið þær upplýsingar frá ítölskum stjórnvöldum að dýpt uppistöðulónsins sem yrði myndað í kjölfar byggingar vatnsaflsvirkjunar yrði minni en fimm metrar og þeir þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur. 

Ferðamenn nýta sér tækifærið þegar Lake Resia er ísilagt og …
Ferðamenn nýta sér tækifærið þegar Lake Resia er ísilagt og ganga að kirkjuturninum Ljósmynd/Instagram

Heilu þorpi sökkt

Hins vegar, árið 1950, setja ítölsk stjórnvöld upp skilti í bænum, á ítölsku, tungumál sem nánast engir þorpsbúar töluðu. Á skiltinu er þorpsbúum tjáð að stöðuvatnið, sem þeir þekktu sem Reschensee, yrði 22 metra djúpt og heimili þeirra myndu hverfa undir yfirborð stöðuvatnsins.

Virkjunin var reist þrátt fyrir mótmæli hundraða íbúa með þeim afleiðingum að 163 heimili enduðu á botni stöðuvatnsins. Eina sem stóð eftir var kirkjuturn bæjarins, sem reis upp úr vatninu til minningar um litla þorpið. 

Bærinn Curon í Suður-Tíról kominn aftur á yfirborðið
Bærinn Curon í Suður-Tíról kominn aftur á yfirborðið Ljósmynd/Instagram

Síðustu ár hefur grynnkað í stöðuvatninu og minjar um þorpið farnar að koma fram í dagsljósið. Týnda þorpið er nú orðið aðgengilegt fyrir ferðamenn og gamla íbúa þorpsins.

Staður­inn er í dag vin­sæll áfangastaður fyr­ir ferðamenn en á vet­urna er hægt að ganga yfir það sem eft­ir er af ísi­lögðu vatn­inu og upp að kirkjut­urn­in­um.

Í um­fjöll­un BBC um málið er haft eft­ir Luisa Azzol­ini, íbúa á svæðinu, að það sé und­ar­legt til­finn­ing að ganga um gaml­ar rúst­irn­ar. Á mynd­um henn­ar hér fyr­ir neðan má sjá hvernig svæðið lít­ur út í dag.

 Beint flug er til Bæjaralands á alþjóðaflugvöllinn í Munchen í sumar á vegum Icelandair. Þaðan tekur rúma þrjá tíma að keyra suður til Ítalíu og sjá með eigin augum týnda þorpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert