Komnir upp í þriðju búðir

Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru kominir upp …
Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru kominir upp í þriðju búðir á Everest. Skjáskot/Instagram

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru kominr upp í búðir 3 á Everest-fjalli. Þeir lögðu af stað úr öðrum búðum klukkan eitt í nótt. Búðirnar standa í um 7.200 metra hæð.  

Heimir og Sigurður munu hvíla sig í búðunum næsta sólarhringinn og halda svo af stað í búðir fjögur í nótt. 

Úr búðum fjögur halda þeir svo á tindinn. Ef veður leyfir vonast þeir til að ná tindinum á sunnudag. 

mbl.is