Orlando Bloom fór á snjóbretti fyrir norðan

Orlando Bloom skellti sér á snjóbretti fyrir norðan.
Orlando Bloom skellti sér á snjóbretti fyrir norðan. Samsett mynd

Stórleikarinn Orlando Bloom er farinn af landinu eftir stutta dvöl hér. Leikarinn fór meðal annars í þyrluskíðaferð fyrir norðan.

Bloom birti myndband á instagramsíðu sinni af þyrluferðinni á Instagram. Þar má sjá hann renna sér niður brattar brekkurnar á Tröllaskaga.

Leikarinn var í góðra vina hópi, meðal annars með snjóbrettakappanum Trevor Jacob, breska framleiðandanum Mark Burnett og fleirum. 

Hópurinn fór einnig í skoðunarferð um Lofthelli í Mývatnssveit. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikarinn sækir landið heim en hann kom hingað til lands í júní á síðasta ári. Þá fór hann meðal annars í heimsókn til sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

mbl.is