Sleikja sólina í Portúgal

Rod Stewart og Penny Lancaster sumarleg og sæl í Portúgal.
Rod Stewart og Penny Lancaster sumarleg og sæl í Portúgal. Skjáskot/Instagram

Portúgal er eins og Ísland, grænt land og horfa margir sóldýrkendur til landsins. Breska tónlistargoðsögnin Rod Stewart er einn þeirra en hann og eiginkona hans, Penny Lancaster, skruppu í rómantíska ferð til Portúgal á dögunum. 

Stewart sem er 76 ára og Lancaster sem er fimmtug ferðast þó ekki eins og hinir hefðbundnu ferðamenn. Þau fóru með einkaþotu til Portúgal að því fram kemur á vef Daily Mail. Þau dvelja á lúxus hóteliu Villa Vita Parc á Algarve. 

Á hótelinu er einkaströnd svo hjónin þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af stöppuðum sólströndum. Reyndar birti Stewart mynd af sér á ströndinni þar sem ekki sást í annað en vinnuvélar. „Mjög margir á ströndinni í dag,“ skrifaði Stewart í gríni.mbl.is