Stórkostleg upplifun á Tröllaskaga

Það var ekki kalt á toppnum í þetta skiptið.
Það var ekki kalt á toppnum í þetta skiptið. Ljósmynd/Jóhannes Smári Ólafsson

Tröllaskaginn á Norðurlandi hefur verið í aðalhlutverki hjá skíðaþyrstum Íslendingum undanfarna mánuði enda fátt sem toppar íslenska fjallaloftið.

Þeir sem eru vanir að ferðast utan ár hvert til þess að komast á skíði hafa þurft að gera sér það að góðu að smella bæði skíðum og snjóbrettum undir sig hér á landi vegna mikilla takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins.

Margir hafa því verið að upplifa Tröllaskagann á Norðurlandi í fyrsta sinn í vetur og má eflaust gera ráð fyrir því að skíðaiðkendum muni fara fjölgandi á íslenskum norðurslóðum á næstu árum enda efitt að bremsa sig af ár hvert þegar maður hefur skíðað á Tröllaskaga.

Skinnað upp Þverfjall í Héðinsfirði.
Skinnað upp Þverfjall í Héðinsfirði. mbl.is/Bjarni Helgason
Á fleygiferð.
Á fleygiferð. Ljósmynd/Anna Lilja Lýðsdóttir

Þar sem vinahópurinn komst ekki í sína árlegu skíðaferð í ár létum við öllum illum látum á Tröllaskaganum í vetur.

Við toppuðum meðal annars Þverfjall, Hestskarð, Almenningshnakka og Karlsárfjall í heimsóknum okkar þangað og oftast nær fengum við frábært veður og stórkostlegt skíðafæri.

Horft yfir Héðinsfjörð.
Horft yfir Héðinsfjörð. mbl.is/Bjarni Helgason
Almenningshnakki í bakgrunni.
Almenningshnakki í bakgrunni. mbl.is/Bjarni Helgason

Það er frábært að gista á Siglufirði fyrir þá sem vilja skíða á Tröllaskaga enda allt til alls þar, bæði þegar kemur að þjónustu og veitingahúsum.

Við ákváðum að gista á Sigló Hótel í fyrsta sinn og það var ansi notalegt að leggjast í heitan pottinn eftir langan og góðan dag á fjöllum. 

Slakað á í pottinum eftir góðan dag á fjöllum.
Slakað á í pottinum eftir góðan dag á fjöllum. mbl.is/Bjarni Helgason
Það er líka gott að kæla sig í sjónum eftir …
Það er líka gott að kæla sig í sjónum eftir frábæran dag. Ljósmynd/Ásta Dagmar Jónsdóttir

Það er ekki hægt að mæla nægilega mikið með Tröllaskaganum á Norðurlandi fyrir bæði þá sem hafa áhuga á fjallamennsku, fjallaskíðamennsku og almennum göngum.

Það er líka mikilvægt að huga vel að öllum öryggisatriðum þegar haldið er á fjöll enda geta hætturnar leynst víða og því alltaf betra að hafa varann á með allan öryggisbúnað á hreinu.

Sigló Hótel með Hestskarð í bakgrunni.
Sigló Hótel með Hestskarð í bakgrunni. mbl.is/Bjarni Helgason
Héðinsfjörður skartar sínu fegursta.
Héðinsfjörður skartar sínu fegursta. mbl.is/Bjarni Helgason

Þrátt fyrir að langt sé liðið á maí er enn þá hægt að skíða á Tröllaskaga en til þess að komast í góðan snjó gæti fólk þurt að leggja á sig smá göngu með skíðin á bakinu.

Eins og margoft hefur komið fram þá er það samt sem áður félagsskapurinn sem skiptir öllu máli á fjöllum og góður félagsskapur gerir góða upplifun enn þá betri.

Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram.

Brettað niður Þverfjall.
Brettað niður Þverfjall. mbl.is/Bjarni Helgason
Siglufjörðurinn fagri.
Siglufjörðurinn fagri. mbl.is/Bjarni Helgason
Skinnað í átt að Hestskarði.
Skinnað í átt að Hestskarði. mbl.is/Bjarni Helgason
Frá Hestskarði sést vel yfir Héðinsfjörð.
Frá Hestskarði sést vel yfir Héðinsfjörð. mbl.is/Bjarni Helgason
Brunað niður Hestskarð.
Brunað niður Hestskarð. mbl.is/Bjarni Helgason
Það er alltaf mikilvægt að taka góða mynd á toppnum.
Það er alltaf mikilvægt að taka góða mynd á toppnum. mbl.is/Bjarni Helgason
Brettað í átt að Miklavatni.
Brettað í átt að Miklavatni. mbl.is/Bjarni Helgason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka