Enginn lúðalegur í fríinu eftir að þessi verslun opnaði

Svarti liturinn hefur alltaf verið einkennislitur Chanel.
Svarti liturinn hefur alltaf verið einkennislitur Chanel.

Bodrum í Tyrklandi er vinsæll áfangastaður fyrir fólk sem þráir sól, sand og sjó. Hingað til hefur staðurinn verið vinsæll hjá fólki sem þráir hvíld frá daglegu amstri. Nú hefur gæðastaðallinn hækkað all verulega við Mandarin Oriental hótelið í Bodrum því franska tískuhúsið Chanel opnaði glæsilega sumarverslun á staðnum þann 8. maí síðastliðinn. 

Verslunin er einstaklega glæsileg. Að utan er verslunin flísalögð með beigelituðum náttúruflísum og stórir gluggar hleypa birtunni inn í verslunina. Þegar inn er komið tekur svarti liturinn við en hann er að finna í afgreiðsluborði, fataslám og svo er svartur speglaveggur fyrir aftan afgreiðsluborðið sem er einstaklega vel heppnaður. 

Í versluninni verður hægt að kaupa allt það nýjasta frá franska tískuhúsinu. Það ætti því enginn að vera lúðalegur til fara í fríinu. 

Lógó Chanel prýðir þak verslunarinnar.
Lógó Chanel prýðir þak verslunarinnar.
Svartur glerveggur setur svip sinn á verslunina.
Svartur glerveggur setur svip sinn á verslunina.
Stórir gluggar gera verslunina bjarta.
Stórir gluggar gera verslunina bjarta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert