Furðuleg hegðun í dýragarði veldur óhug hjá öpum

Maður ræðir við apa úti við glugga.
Maður ræðir við apa úti við glugga. AFP

Kona í Texasríki í Bandaríkjunum ákvað að klifra yfir girðingu í El Paso-dýragarðinum um helgina. Myndband af Instagram sýnir konuna klifra yfir á svæði þar sem apar lifa sínu rólega lífi á afmörkuðu svæði dýragarðsins þar sem eins metra djúpur lækur rennur í kringum steina og gróður.  

Á myndbandinu sést konan vaða læk og nemur svo staðar við lítinn helli á svæði apanna. Þar teygir hún sig í Cheetos-kartöfluflögupoka sem hún tók með sér yfir girðinguna.

Á þeim tímapunkti hafa aparnir sótt að henni og þá grípur hún til þess ráðs að henda karftöfluflögum í átt að öpunum í von um að þeir hörfi. Öpunum þykja Cheetos-flögurnar lostæti og konan nýtir þá tækifærið, losar sig við pokann og fer aftur til baka yfir girðinguna.

mbl.is