Nyrsta sundlaug landsins opin á ný

Viðgerðir á sundlauginni önnuðust Betri fagmenn.
Viðgerðir á sundlauginni önnuðust Betri fagmenn. Ljósmynd/Anna María Sigvaldadóttir

Viðgerðum við Sundlaug Grímseyjar lauk nú fyrr í maí, í tæka tíð fyrir ferðamannasumarið. Sundlaugin í Grímsey er sú nyrsta á öllu landinu. 

Sundlaugin er innanhúss eins og flestar sundlaugar landsins sem ekki eru hitaðar með jarðvarma. Enginn jarðvarmi er í Grímsey og því er sundlaugin kynt með díeselvél. 

Við sundlaugina er líka heitur pottur. Opið er á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöldum frá 20:00 til 21:30. Á laugardögum er opið frá 14 til 16. 

Fyrir yfirhalninguna.
Fyrir yfirhalninguna. Ljósmynd/Betri fagmenn
Ljósmynd/Betri fagmenn
mbl.is