Clooney-hjónin flogin til Ítalíu

Amal og George Clooney eiga saman tvíbura sem eru að …
Amal og George Clooney eiga saman tvíbura sem eru að verða fjögurra ára. AFP

Hollywoodstjarnan George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney ætla að fagna fjögurra ára afmæli tvíbura sinna með stæl. Tvíburarnir eiga afmæli um helgina en hjónin eru sögð flogin til Ítalíu þar sem þau ætla meðal annars að fagna afmælunum. 

Sjónarvottur E! segir hjónin hafa farið til Ítalíu um síðustu helgi. Þau eiga hús við Como-vatn og halda til þar. Ferðin í húsið er sérstök þar sem fjölskyldan hefur ekki dvalið í því í tvö ár. 

Það voru ekki bara tvíburarnir sem fengu að fara með til Ítalíu þar sem st. bernharðs-hvolpurinn Rosie er einnig með í för. „Þau ætla að reyna að verja eins miklum tíma og þau geta í sumar við Como-vatn,“ sagði heimildamaðurinn.

George Clooney og Amal Clooney giftu sig á Ítalíu.
George Clooney og Amal Clooney giftu sig á Ítalíu. AFP
mbl.is