Sprangar um á sundbol í fríinu

Rebel Wilson naut þess að koma við á ströndinni í …
Rebel Wilson naut þess að koma við á ströndinni í Flórída. Skjáskot/Instagram

Rebel Wilson, grínleikkona og Íslandsvinkona, skellti sér til Flórída í Bandaríkjunum á dögunum. Hún er svo ánægð með ferðina að hún væri helst til í að flytja í ríkið þar sem sólin skín. Wilson hefur grennst mikið og skammast sín ekki fyrir að sýna líkama sinn. 

Wilson fór til Palm Beach í Flórída til þess að afhenda bikar á World Polo Pride-mótinu. Eftir verðlaunaafhendinguna nýtti hún tímann og skellti sér á ströndina. „Mig langar að flytja til Flórída núna,“ skrifaði Wilson meðal annars við mynd af sér á Instagram í sundbol með ermum. 

Wilson hefur grennst mikið á rúmlega ári og dugleg að sýna það. Árið 2020 léttist hún um 27 kíló að því er fram kemur á vef People. Hún nýtur þess að birta myndir af sér á Instagram og skammast sín ekki fyrir það. Með nýjustu ferðalagamyndunum heldur hún uppteknum hætti. 

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)mbl.is