Grímulaus flugdólgur hrækti á farþega

Óð ítölsk kona neitaði að nota grímu í flugi Ryanair
Óð ítölsk kona neitaði að nota grímu í flugi Ryanair Ljósmynd/Hanson Lu

Reið ítölsk kona breyttist í flugdólg og gerði allt vitlaust um borð í vél Ryanair á dögunum þegar hún neitaði að setja á sig andlitsgrímu í flugi frá Ibiza til Mílanó. Atvikið náðist á myndband.

Flugdólgur á flugi með Ryanair
Flugdólgur á flugi með Ryanair Skjáskot/Youtube
Ítalskur flugdólgur neitaði að setja á sig andlitsgrímu
Ítalskur flugdólgur neitaði að setja á sig andlitsgrímu Skjáskot/Youtube

Það er skylda í öllum flugum Ryanair að bera andlitsgrímu en ítalskan konan vildi ekki taka þátt í því og fór að öskra á farþega og áhöfn sem þróaðist svo í ofbeldi þegar hún var dregin til hliðar fyrir að hlýða ekki skipunum og stofna lífi farþega í hættu.

Farþegar um borð höfðu marg oft beðið konuna um að setja á sig grímu en án árangurs og endaði með því að konan hrækti á farþega.

mbl.is