Fólki ráðlagt að drífa sig heim frá Portúgal

Sóttkvíarhólf á strönd
Sóttkvíarhólf á strönd AFP

Ísland var á meðal 12 landa sem bresk stjórnvöld settu á grænan lista yfir lönd sem óhætt væri að heimsækja og losna þá við sóttkví við heimkomu. Á þriðjudaginn verða löndin ekki 12 heldur 11. Ný afbrigði Covid-19 hafa verið að greinast í Portúgal og í kjölfarið hafa bresk stjórnvöld gefið það út að frá og með þriðjudeginum 8. júní þurfa ferðamenn sem koma frá Portúgal að fara í 10 daga sóttkví og greiða háar fjárhæðir fyrir gistingu á sóttvarnarhóteli.

Undanfarnar vikur hefur verið stanslaus loftbrú á milli Bretlandseyja og Portúgal þar sem landið hefur verið eini vænlegi kosturinn fyrir sólþyrsta Breta. Bresk stjórnvöld munu endurmeta stöðuna 21. júní og vona Bretar að þá verði hægt að gera tilslakanir á þeim ferðatakmörkunum sem nú eru í gildi.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert