Lúxuslestarferðir fyrir ferðaþyrsta

Spænska sveitin heillar marga. Skemmtilegt er að upplifa landið í …
Spænska sveitin heillar marga. Skemmtilegt er að upplifa landið í lest sem minnir á liðna tíma. Sjáskot/Instagram

Að fara í lest þarf ekki aðeins að vera hagkvæm og góð leið til þess að komast á milli staða. Hægt er að taka lestarferðina í aðrar hæðir og gera hana að upplifun út af fyrir sig.

Ferðaþjónustufyrirtækið Luxury Train Club býður upp á lúxuslestarferðir í vel útbúnum lestum sem minna á gamla tíma. Hægt er að ferðast um framandi slóðir Afríku, Suður-Ameríku og Evrópu í fádæma fallegum lestum. Möguleikarnir og útfærslur ferðalaganna eru allt að því óteljandi.

Takturinn er öllu hægari í gömlu lestunum en við eigum að venjast. Í lestinni El Transcantabrico Gran Lujo er til dæmis hægt að ferðast um spænsku sveitina. Lagt er af stað frá Santiago de Compostela og farið norður til San Sebastian. Lestin er á ferð á daginn en á kvöldin er hægt að njóta matar á fínum veitingastöðum þar sem stoppað er hverju sinni. Þá er góður nætursvefn tryggður þar sem lestin er ekki á ferð á nóttunni.

Það er við hæfi að fara í fínu fötin þegar …
Það er við hæfi að fara í fínu fötin þegar setið er að snæðingi. Skjáskot/Instagram
Rómantík og nostalgía ráða ríkjum um borð í lestunum.
Rómantík og nostalgía ráða ríkjum um borð í lestunum. Skjáskot/Instagram
Það þarf ekki að vera leiðinlegt að ferðast um borð …
Það þarf ekki að vera leiðinlegt að ferðast um borð í lest. Skjáskot/Instagram
Spænska sveitin er sjarmerandi.
Spænska sveitin er sjarmerandi. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert