Söfnuðu rúmum 2 milljónum í Þórsmörk

Um 300 manns komu saman í Þórsmörk um helgina.
Um 300 manns komu saman í Þórsmörk um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Um 300 manns tóku þátt í gönguhelgi í Þórsmörk á laugardaginn á vegum Göngum saman þar sem safnað var fé til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Skráningargjöld þátttakenda runnu óskipt í styrktarsjóð Göngum saman og að auki lögðu Volcano trails fram mótframlag. Alls söfnuðust 2,1 milljón króna. Að göngu lokinni var haldin grillveisla og kvöldvaka. Óhætt er að segja að mikil gleði hafi ríkt í Mörkinni.

Rúmlega tvær milljónir söfnuðust til styrktar rannsóknum og meðferðum á …
Rúmlega tvær milljónir söfnuðust til styrktar rannsóknum og meðferðum á brjóstakrabbameini. Ljósmynd/Aðsend

Göngum saman á rætur í grasrótarstarfi 22 kvenna sem tóku þátt í Avon-göngu í New York haustið 2007 en þar var gengið eitt og hálft maraþon til fjáröflunar fyrir rannsóknir og meðferð á brjóstakrabbameini. Við heimkomuna var ákveðið að halda göngunni áfram og var félagið stofnað í september 2007. Markmið þess er að styrkja íslenskar grunnrannsóknir á eðli og orsökum brjóstakrabbameins og flýta fyrir bættri meðferð og auknum lífslíkum.

Ragnhildur Vigfúsdóttir, Guðlaug Elín Bjarnadóttir og Jónína Eir Hauksdóttir.
Ragnhildur Vigfúsdóttir, Guðlaug Elín Bjarnadóttir og Jónína Eir Hauksdóttir. Skjáskot/Facebook

Göngum saman er rekið af sjálfboðaliðum og fjármagnað með sölu varnings, frjálsum framlögum og styrkjum frá fyrirtækjum en rekstrarkostnaður félagsins er vart mælanlegur. Lögð er megináhersla á að öll framlög einstaklinga renni óskipt í styrktarsjóð félagsins. Frá stofnun Göngum saman hefur nálægt 110 milljónum króna verið úthlutað til íslenskra vísindamanna á sviði brjóstakrabbameins.

Sirrí Thorsteinsson og Guðrún Birna Eiríksdóttir.
Sirrí Thorsteinsson og Guðrún Birna Eiríksdóttir. Skjáskot/Facebook
Arnór Þórir Sigfússon, Óskar Örn Magnússon, Magnús Arnórsson og tíkin …
Arnór Þórir Sigfússon, Óskar Örn Magnússon, Magnús Arnórsson og tíkin Móa. Skjáskot/Facebook
Gyða Einarsdóttir, Bryndís Hreinsdóttir.
Gyða Einarsdóttir, Bryndís Hreinsdóttir. Skjáskot/Facebook
Saumaklúbburinn Sólskríkjan (vantar þrjár).
Saumaklúbburinn Sólskríkjan (vantar þrjár). Skjáskot/Facebook
Guðrún Nordal, Hrefna Haraldsdóttir, Ingigerður Einarsdóttir og Védís Skarphéðinsdóttir.
Guðrún Nordal, Hrefna Haraldsdóttir, Ingigerður Einarsdóttir og Védís Skarphéðinsdóttir. Skjáskot/Facebook
Erna Ingvarsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir og Nína Helgadóttir.
Erna Ingvarsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Kolbrún Friðriksdóttir og Nína Helgadóttir. Skjáskot/Facebook







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert