Þorgrímur Þráins skýtur að Jóa Berg í sólinni

Jóhann Berg flottur í tauinu ásamt dótturinni í sumarfríi á …
Jóhann Berg flottur í tauinu ásamt dótturinni í sumarfríi á Spáni Skjáskot/Instagram

Jó­hann Berg Guðmunds­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er í sumarfríi á Spáni þessa dagana ásamt unnustu sinni, Hólmfríði Björnsdóttir, og tveimur börnum þeirra. Jóhann og Hólmfríður eignuðust son í janúar og njóta þess að eiga langþráð frí í góða veðrinu á Spáni.

Jóhann Berg setti glaðlega mynd á samfélagsmiðilinn Instagram í vikunni þar sem hann og dóttir hans Íris eru sumarlega klædd. Landsliðsmaðurinn var sérlega glæsilegur, klæddur í sumarlegt sett, dökkbláa stutterma skyrtu með fallegu blómamynstri og svo stuttbuxur í stíl. Settið sem Jóhann Berg klæðist er frá danska tískuhúsinu Le Deux.

Mikil umræða skapast í athugasemdum varðandi múnderingu Jóhanns Bergs en meðal annars virðist Þorgrímur Þráinsson hrósa honum fyrir stílinn en hann skýtur að Jóhanni Berg spurningunni hvort hann sé „á sínum bletti?“

mbl.is