Birkir Bjarna og frú keyrðu í 8 tíma til að komast í sóttkví

Ástfangna parið er komið til Íslands í sóttkví
Ástfangna parið er komið til Íslands í sóttkví Skjáskot/Instagram

Landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu Birkir Bjarnason er kominn heim með kærustunni, fyrirsætunni Sophie Gordon. Þetta er verðskuldað sumarfrí eftir að landsliðsmaðurinn spilaði þrjá vináttulandsleiki á 10 dögum.

Parið ákvað að keyra rakleitt norður í land til að fara í lögbundna heimasóttkví en þau flugu frá Póllandi til Íslands í morgun. Þau völdu að taka út sóttkvína í sumarhúsi í eigu fjölskyldu Birkis við Melrakkasléttu en síðasta sumar gistu þau einnig í bústaðnum þegar Birkir kynnti kærustunni fegurð Norðurlands.

Það er virkilega gaman að fá þetta ástfangna par til landsins en heimkoman byrjaði ekki vel þar sem ferðataskan hennar Sophie Gordon týndist á leiðinni með flugi Icelandair. Hún lætur það hins vegar ekki angra sig og birtir mynd á Instagram story og setur blátt hjarta við hliðina á íslenska fánanum á myndina. Hún elskar Ísland og manninn sinn.

Skjáskot/Instagram
Birkir myndar kvísl
Birkir myndar kvísl Skjáskot/Instagram
Sophie hamingjusöm
Sophie hamingjusöm Skjáskot/Instagram
mbl.is