Létu draum vinkonu sinnar rætast þegar þau misstu vinnuna

Guðrún Björg Björnsdóttir og Ingimar Örn Karlsson eru fimm barna …
Guðrún Björg Björnsdóttir og Ingimar Örn Karlsson eru fimm barna foreldrar sem misstu bæði vinnuna sína hjá Icelandair vegna kórónuveirunnar.

Guðrún Björg Björnsdóttir og Ingimar Örn Karlsson eru fimm barna foreldrar sem misstu bæði vinnuna sína hjá Icelandair vegna kórónuveirunnar.  Þau létu það ekki stoppa sig og ákváðu að láta draum vinkonu sinnar rætast.  

„Ég er þrautseig og jákvæð og við ákváðum að nýta okkur þetta erfiða tímabil og þann tíma sem við höfðum til að láta draum okkar bestu vinkonu rætast. Hana hefur lengi dreymt um að eiga smáhýsi á hjólum.

Vinkona mín var búin að vera að fylgjast með fólki víðs vegar um heiminn sem var að byggja sér „tiny home“. Það hefur verið draumur hennar í tvö ár að gera slíkt hið sama. Þegar við hjónin misstum vinnuna ákváðum við í samráði við hana að gera þetta fyrir hana og láta draum hennar rætast á meðan við biðum eftir að fá vinnuna okkar aftur.

Við breyttum Ford Transit, sem notaður var sem sendibíll hjá Sóma-samlokum. Hann var keyptur strípaður að innan svo við byrjuðum á að taka hann í gegn frá grunni.“

Smáhýsi eru vinsæl um þessar mundir víðsvegar um heiminn.
Smáhýsi eru vinsæl um þessar mundir víðsvegar um heiminn.

Eruð þið hjónin handlagin?

„Já við erum frekar handlagin. Við tókum húsið okkar, sem er 40 ára gamalt, í gegn og breyttum því og bættum, að mestu leyti með því að lappa upp á það sem fyrir var og blanda aðeins nýju með gömlu. Einnig keyptum við gamalt fellihýsi sem við tókum alveg í gegn á síðasta ári með því að lakka, filma og fatalita gardínur og fleira. Þar fyrir utan er ég oft að fara á hina og þessa staði og hugmyndavinna með vinum og vandamönnum með þeirra hús hvað hægt sé að gera og nýta.“

Hvernig lýsirðu smábílnum eða smáhýsinu og hvað má gera ráð fyrir að svona kosti?

„Smábíllinn hefur allt sem þú þarft á litlu heimili; hita, tengingu fyrir landrafmagn, sólarsellu, ísskáp, vask með rennandi vatni, klósett og olíukyndingu. Þú getur í raun og veru verið hvar sem er í bílnum og verið eins og heima hjá þér. 

Verðið fer algjörlega eftir því hversu nýjan bíl þú kaupir þér og hvort þú getur unnið verkið sjálfur. Það sama á við um það sem keypt er inn í bílinn. Hægt er að gera þetta á verði sem flestir ættu að ráða við. Fólk fer þær kostnaðarleiðir sem henta hverjum og einum.“ 

Er þetta ekki algjör snilld fyrir okkur Íslendinga?

„Jú, ég myndi mæla með þessu fyrir okkur Íslendinga því þú getur farið hvert sem er með litla sæta heimilið þitt með þér.“ 

Guðrún Björg mælir með því fyrir alla að gera smáhýsi …
Guðrún Björg mælir með því fyrir alla að gera smáhýsi sem hægt er að keyra um landið.


Hvað gerðuð þið fyrir bílinn?

„Við fengum bílinn í hendurnar alveg strípaðan. Við byrjuðum á að einangra hann og setja parket á gólfin. Við klæddum hann með timbri, tengdum rafmagn, settum klósett og að endingu settum við fallega hluti inn í hann. 

Eldhúsinnrétting, vaskur og blöndunartæki voru keypt í Ikea. Timbrið var keypt í Húsasmiðjunni. Einangrunin var keypt í Þ. Þorgríms. Skrúfurnar fengum við í Bykó og klósettið í Víkurverki. Sólarsella, vatnsdæla og rafmagnsstýring og lýsing var keypt í Rótor.  Aðrir rafmagnshlutir voru keyptir í Asco á Akureyri.

Skreytingar, hillur og smáhluti fengum við í verslunum á borð við Fakó, Söstrene Grene, Vogue fyrir heimilið og Álafoss. Svo fengum við faglega aðstoð og ráðleggingar hjá Go Campers.

Bíllinn á fyrst og fremst að vera hlýlegur og með fallega lýsingu. Eins vildum við skreyta hann í anda eigandans.“

Lítið fallegt eldhús í draumabíl vinkonunnar.
Lítið fallegt eldhús í draumabíl vinkonunnar.

Hvað er besta ráð sem þú átt fyrir þá sem vilja gera hið sama?

„Ég mæli með því við alla að láta drauma sína rætast og ef þú ert ein eða einn og sérð ekki fram á að geta gert þetta þá er um að gera að fá einhvern með sér í verkefnið. Alveg eins og við gerðum með fellihýsið okkar þegar við tókum það í gegn. Þá bara fórum við í málið og höfum deilt okkar reynslu með þær breytingar til þeirra sem eru í sömu pælingum. Ég hvet alla til að taka gamla hluti og setja þá inn í nýja tíma. Það er minna mál en margir halda. Það þarf bara að byrja og  vera nógu duglegur að leita eftir hjálp og upplýsingum.“

Í smáhýsinu er fallegt skjól fyrir hundinn líka.
Í smáhýsinu er fallegt skjól fyrir hundinn líka.
Hægt er að keyra víða um landið með heimilið litla …
Hægt er að keyra víða um landið með heimilið litla á hjólum.
Ferðalög sumarsins geta verið farin á litlum húsbílum.
Ferðalög sumarsins geta verið farin á litlum húsbílum.
Það er óþarfi að hafa áhyggjur af háum kostnaði þegar …
Það er óþarfi að hafa áhyggjur af háum kostnaði þegar heimilið er á hjólum.
Gamaldags smart bíll á hjólum.
Gamaldags smart bíll á hjólum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert