Shayk og West í rómantískri ferð í Frakklandi

Irina Shayk og Kanye West.
Irina Shayk og Kanye West. Ljósmynd/Samsett

Ofurfyrirsætan Irina Shayk og tónlistarmaðurinn Kanye West fóru saman í rómantískt ferðalag til Provence í Frakklandi. Parið gisti á lúxushótelinu Villa La Coste og sást saman í gönguferð ásamt öðru fólki. 

Stjörnurnar voru í Frakklandi í þrjár nætur en þau fóru heim á miðvikudaginn að því er fram kemur á vef Daily Mail. Hótelið sem þau voru á er mitt á milli gamla bæjarins Aix og náttúruparadísarinnar Luberon og er á vínekrunni Château La Coste að því er fram kemur á heimasíðu hótelsins. Nóttin kostar frá 1.250 til 1.550 evrur eða 180 til 230 þúsund krónur. Talið er að West hafi leigt allt hótelið sem er með 28 svítum, heilsulind og veitingastað.  

Parið flaug til baka með einkaþotu til New Jersey á miðvikudaginn að því er fram kemur á vef Page Six. Þau yfirgáfu hins vegar ekki flugvöllinn saman.

Ljósmynd/villalacoste.com
Ljósmynd/villalacoste.com
mbl.is