Norðanáttin í fangið á Seiglunum

Seiglurnar lögðu af stað frá Reykjavíkurhöfn í gær.
Seiglurnar lögðu af stað frá Reykjavíkurhöfn í gær. Ljósmynd/Aðsend

„Íslenskt sumarveður, rok og rigning, tók á móti okkur þegar við mættum í skútuna Esju í Reykjavíkurhöfn. Veðurspáin var okkur ekki í hag en þá þarf bara að haga seglum eftir vindi, enda þarf seiglu til að sigla. Við vorum meyrar að sjá allan þann hóp fólks sem stendur við bakið á okkur og lét ekki heldur veðrið á sig fá og mætti á Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn til að fylgja okkur úr vör,“ skrifa Seiglurnar, hópur kvenna sem siglir umhverfis Ísland á seglskútu. 

„Með (þoku)lúðraþyt fylgdu hafnsögubáturinn Haki, á vegum Faxaflóahafna, og skútan Gullfoss Esju Seiglanna út á sundin mót veðrinu. Þegar Seiglurnar settu upp seglin féll þó allt í dúnalogn, lognið á undan storminum. Í ljósi veðurspár var stefnan tekin á Akranes enda leiðindaveðurspá úti fyrir Snæfellsnesi. Þótt við færum ekki lengra í þetta sinn var gott að komast af stað eftir langan aðdraganda og mikið skipulag síðustu vikunnar.

https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2021/06/05/vilja_fjolga_konum_i_siglingum/

Tíminn á Akranesi hefur reynst vel. Það gafst kostur á að koma sér betur fyrir í skútunni, fara í bað og borða góðan mat. Seiglurnar skelltu sér í Guðlaugu á Langasandi og horfðu yfir hafið, á verkefnin fram undan.

Klukkan níu í morgun var stefnan tekin út Faxaflóa og seglin fanga vonandi innlandsvindinn og feykja okkur vel á veg til Ísafjarðar.“

Seiglurnar skelltu sér í Guðlaugu.
Seiglurnar skelltu sér í Guðlaugu. Ljósmynd/Aðsend
Seiglurnar sigla umhverfis Ísland.
Seiglurnar sigla umhverfis Ísland. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is