Það er snjókoma í kortunum hjá PLAY

Þota Play.
Þota Play. Ljósmynd/Birgir Steinar

Flugfélagið PLAY kynnti í dag nýjan vetraráfangastað, Salzburg í Austurríki. Í námunda við borgina eru ein bestu skíðasvæði heims í austurrísku Ölpunum, sem er helsta aðdráttarafl svæðisins yfir vetrartímann. Þar er að finna brekkur við allra hæfi.

Flogið verður frá Keflavík á laugardögum frá 22. janúar til 26. febrúar 2022 og er verð frá 15 þúsunum krónum.

Salzburg er fjórða stærsta borg Austurríkis en hún er af mörgum talin ein fegursta borg Evrópu ef ekki heimsbyggðarinnar allrar. Fegurðina er ekki aðeins að finna í fáguðum byggingarstíl og sögufrægum strætum heldur er umgjörðin um borgina ævintýri líkust.

mbl.is