Til Feneyja eftir Íslandsferðina

Orlando Bloom og Katy Perry.
Orlando Bloom og Katy Perry. AFP

Leikarinn Orlando Bloom er mættur til Ítalíu, nánar tiltekið til Feneyja. Bloom er í fullri vinnu við að ferðast en ekki er langt síðan stjarnan var í fjallaskíðaferð á Íslandi. Minni hasar er í Feneyjum en á Íslandi en Bloom nýtur lífsins með fjölskyldu sinni á Ítalíu. 

Bloom birti myndir úr fríinu í Fenyjum á instagramsíðu sinni. Einnig náðust myndir af honum og unnustu hans, tónlistarkonunni Katy Perry, njóta lífsins á gondóla í Feneyjum á vef Daily Mail. Parið kom til Feneyja á sunnudaginn, með í för er dóttir stjarnanna sem verður eins árs í ágúst. 

Leikarinn var í þyrluskíðaferð á Íslandi í maí. Hann birti þá myndir af sér renna sér niður á bretti á Tröllaskaga. 

mbl.is