Flutti frá Reykjavík til Egilsstaða

Aðalheiður Ósk Guðmundsdótttir, framkvæmdastjóri Vök Baths, flutti frá Reykjavík til …
Aðalheiður Ósk Guðmundsdótttir, framkvæmdastjóri Vök Baths, flutti frá Reykjavík til Egilsstaða í janúar á þessu ári.

Aðalheiður Ósk Guðmundsdótttir, framkvæmdastjóri Vök Baths, flutti frá Reykjavík til Egilsstaða í janúar á þessu ári. Þótt stór hluti hennar tíma hafi farið í vinnu þá hefur hún verið að kynnast Austurlandi og öllu því sem staðurinn hefur upp á að bjóða. 

„Ég hef bæði verið að fara á alla veitingastaðina og bragða á góðum réttum ásamt því að kynnast náttúrunni en ég er einstaklega mikið náttúrubarn og algjör nautnaseggur þegar kemur að mat. Ég hef farið oft á veitingastaðinn Glóð og hef verið að fá mér svokallaðan „Surf & turf“-rétt með maine-humri en hann er stærri en þessi sem við fáum vanalega. Eldhúsið á Gistihúsinu er svo nýopnað aftur en þar er sushi-ið í miklu uppáhaldi. Í hádeginu verður Nielsen oftast fyrir valinu en hann Kári var yfirmatreiðslumaður á Dill, eldar þar einstaklega góða rétti dagsins. Ég hef þann háttinn á að mæla mér mót við fólk á staðnum eða tek hádegismatinn með mér á leið í vinnunna,“ segir hún.
Vök baths er einstaklega fallegur baðstaður.
Vök baths er einstaklega fallegur baðstaður.

Verða með Aperol spritz á krana

Það er nóg að gerast í fyrirtækinu enda gert ráð fyrir því að Vök Baths muni laða til sín ferðamenn víða af landinu í sumar.

„Ég er að leggja lokahönd á breytingar á laugarbarnum okkar en við höfum nú bætt við glösum fyrir Moet-kampavín sem við höfum bætt við hjá okkur ásamt Expresso Martini, Pornstar Martini og Aperol spritz á krana en það er afar frískandi drykkur í sólinni í sumar. Við vorum einnig að bæta við réttum á matseðil hjá okkur en sá sem ég er spenntust fyrir er „Lava cake“ með wasabi-ís en wasabi-ið fáum við í næsta nágrenni við okkur. Einnig er ég að hefja vinnu við að setja saman pakka fyrir haustið og veturinn.“

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?

„Eins og er þá eru gönguskíði á Fjarðarheiði og að ganga upp að Fardagafossi í uppáhaldi hjá mér. Annars elska ég einnig Selskóg en hann minnir mig á Elliðaárdalinn í Reykjavík. Ég ólst upp í smáíbúðahverfinu við hliðina á honum.“

Á Austurlandi má finna baðstaðinn Vök Baths.
Á Austurlandi má finna baðstaðinn Vök Baths.

Finnst Glóð besti staðurinn

Hver er besti veitingastaðurinn á Austurlandi að þínu mati?

„Glóð verð ég að segja, en það fer að sjálfsögðu eftir því hvað þú vilt, ég elska nautakjötið þar. Pizzurnar á Aski á Egilsstöðum, sushi-ið á Norð-Austur er æðislegt á Seyðisfirði. Maturinn á Hótel Framtíð á Djúpavík fær góð meðmæli þó svo ég sé ekki búin að smakka sjálf. Svo hlakka ég til að kíkja á Beituskúrinn í Neskaupstað sem verður með pop-up í allt sumar frá hinum ýmsu stöðum.“

Hvar er best að fara í sundlaug eða bað?

„Sundlaugin í Neskaupstað og á Vopnafirði er góð. Það er æðislegt að fara í pottana hjá Auði í Blábjörg en ef óskað er eftir meira dekri þá mæli ég hiklaust með Vök Baths en ég er alls ekki hlutlaus þar.“

Hvað með bestu gistinguna á Austurlandi?

„Ég get mælt með Hótel Hallormsstað. Ég hef ekki prófað marga gististaði en á eflaust eftir að gera það.“

Surf & Turf frá veitingastaðnum Glóð.
Surf & Turf frá veitingastaðnum Glóð.

Erfitt að velja úr möguleikunum

Ef þú fengir eina helgi til að ferðast um Austurland – hvert færir þú?

„Það er mjög erfitt að velja þar sem það er svo margt sem kemur til greina. Á sumrin færi ég á Hótel Hallormsstað. Það er fallegt að ganga þar í kring og fara í Atlavík. Kíkja á Skriðuklaustur í kaffi og ganga einnig upp að Hengifossi. Eins get ég nefnt Hótel Blábjörg á Borgarfirði eystri en á báðum stöðum er nægilega margt að skoða. Á veturna myndi ég mæla með skíðaævintýri á Mjóeyri en við erum með tvö skíðasvæði hér fyrir austan en þau eru Oddsskarð og Stafdalur ásamt fjöldanum öllum af gönguskíðaleiðum en svo er einnig hægt að skinna flestöll fjöll fyrir fjallaskíðafólk.“

Hvaða safn er áhugavert á svæðinu?

„Steinasafnið á Stöðvarfirði og Franska safnið á Fáskrúðsfirði.“

Veitingahúsið á Vök Baths er fallegur staður.
Veitingahúsið á Vök Baths er fallegur staður.

Fólkið á Austurlandi tekur vel á móti gestum

Hvað með öðruvísi staði að heimsækja?

„Óbyggðasetrið í Fljótsdalnum, Burstafell í Vopnafirði og Hafnarhólmann á Borgarfirði eystri.“

Hvað gerir fólk á Austurlandi betur en aðrir?

„Fólkið hér tekur vel á móti gestum og kann að njóta náttúrunnar með fjalla- og útvistarsporti. Þau kunna gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs og kunna að njóta yndislegu náttúrunnar sem Ísland hefur að bjóða.“

Getur þú sagt mér skemmtilega sögu af þér á ferðalagi um staðinn?

„Ég á ekki enn þá margar sögur af mér á ferðalagi en ég stefni á að bæta úr því og langar meðal annars að fara á Víknaslóðir, Stórurð, Dyrfjöll, Austurstræti sem er frá Fljótsdalnum yfir í lón eða í áttina að Höfn. Ég mun líka halda áfram að ganga að perlunum á Austurlandi sem eru merktar leiðir þar sem allir í fjölskyldunni ættu að getað heimsótt. Ég er full tilhlökkunar að kynnast staðnum betur.“

Það er æðislegt að fara í pottana hjá Auði í …
Það er æðislegt að fara í pottana hjá Auði í Blábjörg að mati margra.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »