„Við byrjum á því að borða með augunum“

Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon eru hjónin á bak …
Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon eru hjónin á bak við Móður Jörð á Vallanesi á Fljótsdalshéraði.

Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon eru hjónin á bak við Móður Jörð á Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Staðurinn er himnaríki á jörðu fyrir þá sem vilja borða hollan og fallegan mat fyrir líkama og sál. 

Fyrirtækið Móðir jörð sérhæfir sig í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu. Þetta er spennandi nýsköpunarfyrirtæki á Austurlandi sem leggur stund á korn- og grænmetisræktun og framleiðir tilbúnar hollustu- og sælkeravörur sem eftir er tekið.

Gróðurhúsið er einstaklega fallegur staður.
Gróðurhúsið er einstaklega fallegur staður.

Vörurnar gerðar til að hjálpa fólki

Það er sama hvaða vörur eru skoðaðar frá Móður jörð. Þær virka allar jafnspennandi.

„Við reynum að láta vörurnar okkar vera þannig að þær hjálpi fólki. Sem dæmi þá eru nuddolíurnar okkar búnar til úr íslenskum jurtum, birki og blágresi sem styrkja húðina og gagnast vel við þurrki, útbrotum og exemi,“ segir Eygló.

Arfapestó þeirra er ekki síst vinsælt.

„Arfi er gróður sem kemur snemma og er stútfullur af næringu. Vanalega bjóðum við upp á pestó í takt við árstíðirnar. Við setjum döðlur í pestóið sem gefur því skemmtilega sætu sem passar vel út á kex og osta,“ segja þau.

Það má borða blómin úr salatskálinni.
Það má borða blómin úr salatskálinni.

Maturinn eins og listaverk

Þeir sem vilja ferðast og borða hollustumat í leiðinni ættu að skoða rétti dagsins á grænmetisveitingastaðnum þeirra hjóna.

„Í dag er brenninetlusúpa á matseðlinum. Við notum brenninetlu töluvert í mat og te um þessar mundir. Síðan er hádegishlaðborðið okkar vinsælt með alls konar grænmetisréttum.“

Hvaða áhrif hefur það að borða brenninetlusúpu?

„Brenninetla er með hollari jurtum sem vaxa í landinu. Hún er járnrík og vatnslosandi og hreinsar líkamann.“

Það er greinilegt að hjónin eru listræn í eðli sínu enda lítur maturinn út eins og listaverk.

„Við byrjum á því að borða með augunum og þar sem við erum að rækta æt blóm þá viljum við skreyta matinn okkar með fegurð úr náttúrunni.“

Vörurnar eru búnar til úr grösum og gróðri á Austurlandi.
Vörurnar eru búnar til úr grösum og gróðri á Austurlandi.
Arfapestó er vinsælt um þessar mundir.
Arfapestó er vinsælt um þessar mundir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert