Vikið frá borði vegna átaka

REUTERS

Ekkert lát virðist á vargöld flugdólga í Bandaríkjunum um þessar mundir en tveimur farþegum var vikið frá borði úr flugvél United Airlines á dögunum. Flugvél United Airlines var á leið í flugtak þegar brutust út átök í farþegarýminu milli tveggja farþega sem sátu hlið við hlið. Atvikið átti sér stað á alþjóðaflugvellinum í San Francisco í Kaliforníuríki.

Rifrildi milli farþegana hófst þegar þeir vildu ekki deila sætisarmi sem var á milli þeirra, en það hefur ávallt verið óskráð regla í háloftunum að sá sem situr í miðjusætinu á rétt á báðum sætisörmunum. Það fylgir hins vegar ekki fréttinni hvar farþegarnir sátu í þessari flugvél United Airlines. 

Vélinni var snúið við úr flugtaksundirbúningi og ekið til baka að brottfararhliðinu þar sem lögregla kom um borð og handtók báða farþegana. Enginn slasaðist í átökunum en vélvirkjar komu um borð og skrúfuðu umræddan sætisarm aftur á.

Frétt Fox News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert