Átt þú mynd af þér hér?

Suðurlandið er fjársjóður af náttúruperlum sem hægt er að heimsækja á stuttum tíma, jafnvel einum degi, ef fólk er á austur- eða vesturleið.

Einn af þessum fjársjóðum er Fjaðrárgljúfur sem Justin Bieber heimsótti haustið 2015 og gerði víðfrægt með einni færslu á Instagram. Gilið er hrikalegt á köflum með klettum og giljum sem liggja eins og litlir skurðir að gljúfrinu. Flestir erlendir ljósmyndarar sem koma til landsins eyða drjúgum tíma við að mynda Fjaðrárgljúfur þegar þeir heimsækja svæðið, slík er fegurð þess.

Fjaðrárgljúfur er sum staðar meira en 100 metra hátt, yfir tveggja kílómetra langt og er talið hafa myndast fyrir meira en níu þúsund árum. Hægt er að ganga inn gljúfrið en þá er gott að vera vel búinn og innst í gljúfrinu er foss þannig að ganga verður sömu leið til baka. Enn fremur er göngustígur meðfram Fjaðrárgljúfri austan meginn ásamt útsýnispöllum og þaðan sést fegurð gljúfursins vel. Frá þjóðvegi 1 er ekki nema um þriggja mínútna akstur að bílastæðinu neðst við gilið.

Gott að vita:

  • Það tekur um 50 mínútur að keyra frá Vík í Fjaðrárgljúfur og þaðan er um tíu mínútna akstur á Kirkjubæjarklaustur.

  • Vegurinn sem beygt er inn á af þjóðvegi eitt er númer 206, Holtsvegur.

  • Það er hiklaust hægt að mæla með sundlauginni á Klaustri. Hún er frábær og þar er gott að slaka á eftir góða göngu.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert