Sara Björk hlakkar til að verða spilandi mamma

Sara Björk Gunnarsdóttir í sólinni á Spáni
Sara Björk Gunnarsdóttir í sólinni á Spáni Skjáskot/instagram

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Lyon í Frakklandi, kom í dag frá Spáni þar sem hún naut veðurblíðunnar og hitti góða vini. Sara Björk og kærasti hennar, Árni Vilhjálmsson leikmaður Breiðabliks, sem fékk ekki að fara með, eiga von á strák í nóvember.

Sara birtir myndir úr ferðalaginu til Spánar á Instagram og tekur fram að hún sé spennt fyrir því að verða mamma sem spilar knattspyrnu en með henni í fríinu var parið Babett Peter og Ella Masar en sonur þeirra fæddist í september á síðasta ári og Sara Björk er guðmóðir hans. Með í ferðinni var einnig parið Pernille Harder og Magdalena Eriksson sem eru báðar leikmenn Chelsea.mbl.is