Fullkominn staður fyrir fjölskylduferð

Þórsmörk er frábær staður fyrir fjölskyldufólk.
Þórsmörk er frábær staður fyrir fjölskyldufólk. Ljósmynd/Auður Inga Einarsdóttir

Við fjölskyldan skelltum okkur inn í Þórsmörk með góðum vinum um Jónsmessuhelgina enda var veðurspáin einstaklega góð á þessum friðsæla stað á Suðurlandi.

Fyrir þá sem ekki vita dregur Þórsmörk nafn sitt af þrumuguðinum Þór úr norrænni goðafræði en í Landnámabók segir að Ásbjörn Reyrketilsson hafi numið land í Þórsmörk og helgað landnám sitt þrumuguðinum.

Tjald og hjól eru mikilvægir fylgihlutir íslenskrar útilegu.
Tjald og hjól eru mikilvægir fylgihlutir íslenskrar útilegu. Ljósmynd/Kristrún Kristinsdóttir
Yngsta kynslóðin naut sín vel í Mörkinni.
Yngsta kynslóðin naut sín vel í Mörkinni. mbl.is/Bjarni Helgason

Þórsmörk er við suðurströndina á milli tveggja jökla, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, en veðurfarið þar er einstaklega gott oft á tíðum vegna hárra fjalla sem umkringja svæðið og vernda það þannig fyrir úrkomuskýjum.

Lækjarvað við Bása.
Lækjarvað við Bása. Ljósmynd/Ómar Orri Daníelsson
Hvað er góð kvöldvaka án brennu?
Hvað er góð kvöldvaka án brennu? Ljósmynd/Kristrún Kristinsdóttir

Á laugardeginum hjóluðum við frá Básum yfir í Langadal og þaðan upp hrygginn við Slyppugil. Þaðan lá leiðin niður í átt að Hamraskógum og var svo endað í Húsadal áður en við hjóluðum aftur til baka inn í Bása.

Gengið og hjólað upp frá Langadal.
Gengið og hjólað upp frá Langadal. mbl.is/Bjarni Helgason
Horft yfir til Bása.
Horft yfir til Bása. Ljósmynd/Kristrún Kristinsdóttir
Eyjafjallajökull skartaði sínu fegursta.
Eyjafjallajökull skartaði sínu fegursta. Ljósmynd/Auður Inga Einarsdóttir
Hjólið í átt að Húsadal.
Hjólið í átt að Húsadal. mbl.is/Bjarni Helgason
Brunað í átt að Hamraskógum.
Brunað í átt að Hamraskógum. Ljósmynd/Auður Inga Einarsdóttir

Á sunnudeginum gengum við svo upp frá Básum og hringinn í kringum Vestrahatt sem er 509 metrar að hæð. Yngri kynslóðin fór létt með gönguna og því auðvelt að mæla með þessum hring fyrir fjölskyldufólk.

Gengið í átt að Hvannárgili.
Gengið í átt að Hvannárgili. Ljósmynd/Ásta Dagmar Jónsdóttir
Hellaskoðun fyrir ofan Bása.
Hellaskoðun fyrir ofan Bása. Ljósmynd/Auður Inga Einarsdóttir

Það var stuttbuxnaveður í Mörkinni alla helgina sem fór einstaklega vel í þá yngstu sem nýttu tímann vel í að busla í lækjum, kasta steinum í Krossá og veiða síli.

Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram.

Yngri kynslóðin fór létt með gönguna.
Yngri kynslóðin fór létt með gönguna. Ljósmynd/Auður Inga Einarsdóttir
Fjölskyldumynd á toppnum.
Fjölskyldumynd á toppnum. Ljósmynd/Auður Inga Einarsdóttir
Básar og Hattur í bakgrunn.
Básar og Hattur í bakgrunn. Ljósmynd/Ómar Orri Daníelsson
Það vildi enginn fara heim á sunnudeginum enda lék veðrið …
Það vildi enginn fara heim á sunnudeginum enda lék veðrið við okkur alla helgina. mbl.is/Bjarni Helgason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert