Fyrsta ferðalagið eftir andlát Filippusar

Elísabet II Bretlandsdrottning í heimsókn sinni í Skotlandi á mánudag.
Elísabet II Bretlandsdrottning í heimsókn sinni í Skotlandi á mánudag. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning kom til Skotlands á mánudag. Er þetta hennar fyrsta ferðalag eftir andlát eiginmanns hennar, Filippusar hertoga af Edinborg. Nú fer fram konungleg vika í Skotlandi þar sem Elísabet mun heimsækja ýmsa staði. 

Vilhjálmur Bretaprins fylgdi ömmu sinni til Skotlands og heimsóttu þau nýja bruggverksmiðju Irn Bru nálægt Glasgow á mánudag. Vilhjálmur hélt aftur til Englands í gær og mun Anna prinsessa fylgja móður sinni í heimsóknir restina af vikunni.

Vilhjálmur Bretaprins fylgdi ömmu sinni.
Vilhjálmur Bretaprins fylgdi ömmu sinni. AFP
Vilhjálmur sá um að smakka fyrir ömmu sína.
Vilhjálmur sá um að smakka fyrir ömmu sína. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert