Kardashian heimsótti Colosseum

Kim Kardashian ásamt Mario Dedivanovic og Chris Appleton.
Kim Kardashian ásamt Mario Dedivanovic og Chris Appleton. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er nú á faraldsfæti um heiminn. Á dögunum sást hún heimsækja Colosseum í Róm. Hún tók myndir af sér fyrir utan hringleikahúsið áður en hún hélt út að borða með vinum sínum. 

Kardashian er á ferðalagi með förðunarfræðingi sínum og góðum vini Mario Dedivanovic og hárgreiðslumeistaranum Chris Appleton. 

Kardashian og félagar stoppuðu á lúxusveitingastaðnum Dal Bolognese í Piazza del Popolo og stillti hún sér upp fyrir nokkrar myndir. 

Þá heimsóttu þau einnig Vatíkanið og Sixtínsku kapelluna.mbl.is