Gönguleiðir í grennd við Akureyri gerðar aðgengilegri

María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrastofu hefur sjálf gengið …
María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrastofu hefur sjálf gengið allar gönguleiðirnar sem setar hafa verið inn á vefinn Halló Akureyri.

Halló Akureyri er nafnið á nýjum vef á vegum Akureyrarstofu sem er sérstaklega ætlaður Íslendingum. Á vefnum er að finna upplýsingar um alls kyns afþreyingu á Akureyri og nágrenni, en sérstök áhersla hefur verið lögð á að kortleggja útivistarmöguleika á svæðinu. 

Við fórum markvisst í það að kortleggja og deila gönguleiðum á vefnum í fyrra og höfum haldið þeirri vinnu áfram í vetur. Í Covid jókst þörf fólks á því að komast úr margmenninu en eins hefur áhugi Íslendinga á útivist markvisst verið að aukast undanfarin ár svo við erum að svara því kalli,“ segir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu. Halloakureyri.is er í raun íslensk útgáfa af vefnum visitakureyri.is sem hefur í mörg ár hefur verið upplýsingaveita fyrir ferðamenn. Þegar ferðalög Íslendinga innanlands jukust í kjölfar Covid í fyrra veitti ekki af að sníða upplýsingarnar betur að þessum markhópi og þá var aukinn kraftur settur í íslensku útgáfuna af vefnum undir heitinu Halló Akureyri.

Kort og leiðarlýsingar

Nú þegar eru fjölmargar gönguleiðir komnar inn á vefinn og þá munu hjólaleiðir einnig bætast við fljótlega.

„Við höfum verið að einbeita okkur að leiðum í 20 mínútna radíus frá bænum en okkur langar til þess að bæta við fleiri fjöllum hér í kring eins og Kerlingu og Uppsalahnjúki. Þá sjáum fyrir okkur aukið samstarf við nærliggjandi sveitarfélög hvað þetta varðar,“ segir María.

Hverri gönguleið er lýst í máli og myndum. Þá er erfiðleikastig gefið upp sem og kílómetrafjöldi. Eins fylgir kort frá Wikiloc með hverri leið. María hefur sjálf persónulega gengið eða hjólað þær leiðir sem komnar eru inn á vefinn og þar með gengið úr skugga um að leiðarlýsingarnar og kortin séu rétt.

„Það eru margir að nota Wikiloc en Akureyrarstofa er með sinn eigin aðgang þar undir nafninu VisitAkureyri. Leiðirnar sem við höfum merkt þar inn eru þær þægilegustu og einföldustu að settu marki.“

Glerárdalur er vinsælt útivistasvæði í grennd við Akureyri og mun …
Glerárdalur er vinsælt útivistasvæði í grennd við Akureyri og mun stikun í gönguleiða í dalnum halda áfram í sumar.

Betra aðgengi að földum perlum

Gönguleiðirnar sem nú þegar hafa verið kortlagðar af Akureyrarstofu eru af ýmsum toga og erfiðleikastigi. Ekki eru þær allar stikaðar en það stendur til bóta. Í sumar mun vinna við stikun gönguleiða á Glerárdal og í Hlíðarfjalli til dæmis halda áfram.

„Sumar perlur hér í nágrenninu eru svolítið faldar viti maður ekki af þeim. Við erum að reyna að horfa á svæðið með augum gestsins og gera það enn aðgengilegra fyrir þá sem vilja koma og njóta náttúrunnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert