Fjölskylduvænar hugmyndir á Suðurlandi

Í Friðheimum má kaupa ljúffengar tómatsúpur og heimabökuð brauð.
Í Friðheimum má kaupa ljúffengar tómatsúpur og heimabökuð brauð. mbl.is/Friðheimar

Fjölskyldur sem heimsækja Suðurland í sumar hafa úr nægri dægradvöl að velja. Hér eru nokkrar fjölskylduvænar hugmyndir en listinn er þó engan veginn tæmandi. 

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka

Í safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menningarsögu síðustu 100 ára. Stærsti og merkasti safngripurinn er áraskipið Farsæll, sem Steinn Guðmundsson skipasmiður á Eyrarbakka smíðaði fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda í Nesi í Selvogi.

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka er rekið af Byggðasafni Árnesinga og er forstöðumaður Lýður Pálsson. Eigandi safnsins er Sveitarfélagið Árborg.

Á Sjóminjasafninu á Eyrarbakka eru munir frá Eyrarbakka með áherslu …
Á Sjóminjasafninu á Eyrarbakka eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menningarsögu síðustu 100 ára. mbl.is/South.is

Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Fjaran á Eyrum neðst í Flóa á milli Ölfusár og Loftsstaða er stærsta hraunfjara landsins. Endi hins mikla Þjórsárshrauns, sem rann fyrir 8.000 árum og er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni eftir ísöld. Þar er fjölbreytt fuglalíf og margt að sjá.

Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða …
Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða er stærsta hraunfjara landsins. mbl.is/South.is

Gamla laugin

Elsta sundlaug Íslands opnaði árið 2014 eftir 67 ára lokun. Þessi undurfagra náttúrulaug var byggð árið 1891 í Hverahólmanum, jarðhitasvæði nálægt Flúðum. Vatnið í lauginni er í sífelldu flæði og tekur hana 24 tíma að endurnýja sig. Það er hollt og gott að fara í gömlu laugina allan ársins hring. Margir fallegir hverir eru við laugina, meðal annars lítill goshver, litli Geysir sem gýs á nokkurra mínútna fresti.

Gamla laugin er elsta sundlaug Íslands. Hún opnaði árið 2014 …
Gamla laugin er elsta sundlaug Íslands. Hún opnaði árið 2014 eftir 67 ára lokun.

Dýragarðurinn Slakki

Börn og foreldrar elska að heimsækja dýragarðinn Slakka í Laugarási í Biskupstungum. Þar má finna fallega fugla, kanínur, svín, kisur og hunda svo eitthvað sé nefnt. Þar er minigólf og alls konar skemmtilegt að gera fyrir fólk á öllum aldri.

Dýragarðurinn Slakki er áhugaverður fyrir fólk á öllum aldri.
Dýragarðurinn Slakki er áhugaverður fyrir fólk á öllum aldri.

Friðheimar 

Garðyrkjubýlið Friðheimar er einstakur staður að koma á. Þar er fræðsla um jarðhita, garðyrkju og veitingar í gróðurhúsinu. Hægt er að panta hestasýningu fyrir hópa og flestir tala um að tómatsúpan á svæðinu og heimabakaða brauðið gefi orku í útivistina á svæðinu. Eins er hægt að kaupa sælkeravörur á staðnum. Tómata, grænan tómatdrykk, alls konar krydd og græna tómatsultu með límónu og kanil svo eitthvað sé nefnt.

Adrenalíngarðurinn Nesjavöllum

Þeir sem vilja upplifa skemmtilega útivist í fallegu umhverfi geta farið í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum. Hægt er að fara í Þrautabraut og Risarólu og á Staurinn fyrir þá allra hugrökkustu. Adrenalíngarðurinn er stærsti og eini þrautagarður sinnar tegundar á Íslandi. Í garðinum er að finna fjöldann allan af mismunandi þrautum sem reyna á ólíka þætti svo sem jafnvægi, styrk, einbeitingu, útsjónarsemi og samvinnu.

Þeir sem vilja upplifa skemmtilega útivist í fallegu umhverfi geta …
Þeir sem vilja upplifa skemmtilega útivist í fallegu umhverfi geta farið í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum.

Volcano ATV

Eldfjallaferð sem varir í eina klukkustund þar sem farið er á fjórhjólum um eldfjallasvæði Vestmannaeyja.

Í ferðinni verður m.a. farið á strandstað Pelagus-slyssins og farið á staðinn á nýjahrauni þar sem Guðlaugur Friðþórsson náði landi eftir 5-6 km sund í svartamyrkri og köldum sjó eftir að Hellisey VE 503 fórst. Einnig verður farið um nýja hraunið og inn í miðjan gíg Eldfells og meðfram ströndinni þar sem útsýnið er vægast sagt ótrúlegt. Ferðin er farin undir stjórn leiðsögumanns þar sem þátttakendum stendur til boða að fá vatnsheldan jakka og buxur.

Eldfjallaferð sem varir í eina klukkustund þar sem farið er …
Eldfjallaferð sem varir í eina klukkustund þar sem farið er á fjórhjólum um eldfjallasvæði Vestmannaeyja.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert