Instagram-gil Íslands

Að Fjallabaki, skammt suðvestan við Landmannalaugar er gil sem flestir Instagram-ljósmyndarar sem heimsækja Ísland á sumrin þrá að mynda. Gilið heitir því einfalda nafni Grænagil og er um klukkutíma gangur frá tjaldsvæðinu í Landmannalaugum að gilinu og upp á hrygginn í því norðan megin.

Græni liturinn kemur frá líparíti sem þekur gilið og býr til ótrúlega myndræna náttúru.

Auðvelt er að heimsækja gilið á sama tíma og hin þekkti Laugahringur er genginn í Landmannalaugum. Gönguleið sem hentar flestum og færir fólk nær hinni ótrúlegu fegurð sem býr að Fjallabaki.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert