Ráð til að finna ódýrt flug

Hugur margra er farinn að leita út fyrir landssteinana.
Hugur margra er farinn að leita út fyrir landssteinana. AFP

Nú þegar lægð er komin í faraldurinn heima á Íslandi horfa margir til útlanda. Landslagið í lok heimsfaraldurs er þó öðruvísi en það var á meðan heimsfaraldurinn stóð sem hæst og áður en hann skall á.

Ekki jafn margar ferðir eru á dagskrá flugfélaganna eins og fyrir heimsfaraldurinn en eftirspurnin er jafnvel meiri. Mikil eftirspurn og skert framboð þýðir bara eitt; hærra verð. 

Það þýðir þó ekki að það sé ómögulegt að finna flugferðir á hagstæðu verði. 

Hvað skiptir mestu máli?

Fyrir heimsfaraldur ferðuðust flestir innan hefðbundis sumarfrístíma. Nú er þó lag að skoða frekar hvaða tímabil eru ódýrust. Ef þú getur ættirðu til dæmis frekar að skoða ferðalög í ágúst eða september.

Fyrir heimsfaraldur var fólk frekar með einn ákveðinn áfangastað í huga og ætlaði þangað sama hvað það kostaði. Nú er betra að skoða hvaða áfangastaðir eru ódýrastir hverju sinni. Þar þarf auðvitað að hafa í huga hver staðan á heimsfaraldrinum er á áfangastaðnum. 

Notaðu leitarvélar

Ef þú ætlar þér að finna flug á hagstæðu verði er best að nota leitarvélar í stað þess að ákveða að fljúga með einhverju ákveðnu flugfélagi. Þar finnurðu alltaf besta verðið. Skyskanne, Expedia, Google Flights og CheapOair eru góðar leitavélar. 

Ekki hunsa óvinsæla staði

Ef þig langar virkilega út fyrir landsteinana ættirðu ekki að horfa fram hjá óvinsælum stöðum. Þú þarft ekki að fara í áttunda skiptið til Tenerife í ár, nema þú auðvitað eigir þar ættingja eða vini. Besta verðið leynist oft á óvinsælustu stöðunum. Hér gildir þó aftur að fylgjast með stöðu heimsfaraldursins samhliða því að velja áfangastað. 

Fylgstu með földum gjöldum

Ef díllinn er of góður til að vera raunverulegur, þá er hann það yfirleitt. Falin gjöld eða slæmir skilmálar leynast oft á bak við lágt verð. Skoðaðu hvort taska sé innifalin í verðinu og hvort þú getir breytt dagsetningum gegn lágu eða engu gjaldi. 

Einnig ættirðu að skoða að bóka á viðskiptafarrými. Slík sæti geta verið á lægra verði um þessar mundir.

mbl.is