Hæsta hótel heims opnað í Kína

The J Hotel opnaði þann 19. júní síðastliðinn.
The J Hotel opnaði þann 19. júní síðastliðinn. AFP

Hæsta lúxushótel heims er að finna í Sjanghæ í Kína. Hótelið er 632 metrar á hæð og stendur í fjármálahverfi borgarinnar. Það er næsthæsta hús í heimi, á eftir Burj Khalifa í Dúbaí. 

Hótelið, sem heitir The J Hotel, var opnað 19. júní síðastliðinn. Það má segja að lúxus sé í fyrirrúmi á þessu hóteli en þar er meðal annars að finna heilsulind á 84. hæð og á 120. hæð er veitingastaður með góðu útsýni yfir borgina. Sex aðrir veitingastaðir eru í húsinu, sundlaug og barir. 

Hótelið er í eigu Jin Jiang International Hotels, sem er hótelkeðja í eigu kínverska ríkisins. 

Hótelið er 632 metrar að hæð.
Hótelið er 632 metrar að hæð. AFP
Gott útsýni er frá veitingastaðnum á 120. hæð.
Gott útsýni er frá veitingastaðnum á 120. hæð. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert