Birgitta fór í Bláa lónið og áhrifavaldasvítuna

Birgitta Líf Björnsdóttir í París í Frakklandi. Hún er komin …
Birgitta Líf Björnsdóttir í París í Frakklandi. Hún er komin aftur heim. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir virðist vera komin aftur á íslenska grundu eftir ferð til Parísar í Frakklandi. Birgitta sýndi frá ferð í Bláa lónið í gærkvöldi og svo fór hún á Hótel Keflavík í lok dags. 

Á Hótel Keflavík er að finna svokallaða Diamond Suit sem hefur verið gríðarlega vinsæl á meðal áhrifavalda þessa lands. Birgitta hefur heimsótt hótelið áður enda er þar að finna sjálfsala með Moët & Chandon-kampavíni. Birgitta er „brand ambassador“ fyrir kampavínið. 

Birgitta flaug til Parísar á sunnudag fyrir viku. Dagarnir í París gengu ekki áfallalaust fyrir sig en á meðan hún var úti var instagramreikningur hennar hakkaður. Þá var kórónuveirusmit einnig rakið inn á nýopnaðan skemmtistað hennar við Bankastræti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert