Þrennt sem Eliza elskar við Akureyri

Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Eliza …
Eliza Reid forsetafrú og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Eliza er ánægð með Akureyri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eliza Reid forsetafrú Íslands hefur verið að njóta veðurblíðunnar fyrir norðan eins og fleiri Íslendingar. Eliza tók saman þrjár ástæður þess að hún elskar Akureyri og deildi með fylgjendum sínum á Instagram. 

Eliza birti mynd sem tekin var rétt fyrir tíu um kvöld á Akureyri. „1. Fjallasýnin. 2. Sundlaugin. 3. Hjartalöguðu umferðarljósin,“ skrifaði Eliza en svo vildi til að myndin sem hún deildi sýndi allt þetta þrennt. 

Forsetafrúin hefur komið við á fleiri stöðum en Akureyri í sumar. Á sunnudaginn birti Eliza mynd af sér við sjóböðin á Húsavík og sagðist vera í fríi. 

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

mbl.is