Leigðu heimili NBA-stjörnu á Airbnb

Ljósmynd/airbnb

Körfuboltaaðdáendum gefst kostur á að leigja heimili NBA-stjörnunnar og ólympíuverðlaunahafans Scotties Pippens í ágúst í gegnum Airbnb. Þrjár dagsetningar eru í boði í ágúst en svo vill til að Ólympíuleikarnir í Tókýó eru á sama tíma. 

Íburðarmikið hús Pippens er í Chicago í Bandaríkjunum og er leikurinn ekki aðeins gerður til þess að safna smá peningum í budduna heldur til að veita næstu kynslóð körfuboltaaðdáenda alvöruólympíuupplifun. Pippen vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1992 og 1996. Nóttin kostar 92 bandaríkjadali eða rúmlega 11 þúsund krónur. Verðið er ákveðin tilvitnun í Ólympíuleikana 1992 í Barcelona en aðeins er hægt að leigja húsið í eina nótt í senn.   

Góður bíósalur er í húsinu eins og sjá má á myndum á vef Airbnb. Einnig er körfuboltavöllur og annað sem minnir á feril Pippens. Opnað verður fyrri bókanir fimmtudaginn 22. júlí.

Ljósmynd/airbnb
Ljósmynd/airbnb
Ljósmynd/airbnb
Ljósmynd/airbnb
Ljósmynd/airbnb
Ljósmynd/airbnb
Ljósmynd/airbnb
mbl.is