Gyllenhaal og Kirby flogin af landi brott

Jake Gyllenhaal og Vanessa Kirby eru farin af landinu.
Jake Gyllenhaal og Vanessa Kirby eru farin af landinu. Samsett mynd

Leikarinn Jake Gyllenhaal og leikkonan Vanessa Kirby flugu frá Íslandi í morgun. Samkvæmt heimildum DV voru þau hér í eins konar leyniferð að undirbúa tökur á kvikmyndinni Suddenly. 

Ekkert sást eða heyrðist til leikaranna á meðan á dvöl þeirra hér á landinu stóð, fyrr en þau sáust á Keflavíkurflugvelli í morgun.

Kvikmyndin Suddenly verður tekin upp hér á Íslandi að einhverju leyti en framleiðslufyrirtækið Truenorth er á meðal framleiðenda. Tökur eiga að hefjast í haust. 

Kirby er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndunum Mission Impossible, Fast & Furious og Pieces of Woman. Gyllenhaal hefur farið með hlutverk í stórmyndum á borð við Brokeback Mountain, Nightcrawler, Prisoners og Donnie Darko. 

Bæði fóru þau með hlutverk í kvikmyndinni Everest sem Baltasar Kormákur leikstýrði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert