Villi Vill þeytist um Ítalíu á mótorhjóli

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður þeytist um suður Ítalíu á mótórhjóli …
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður þeytist um suður Ítalíu á mótórhjóli þessi dægrin. Skjáskot/Instagran

Stjörnulögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson nýtur nú lífsins á Ítalíu. Lögmaðurinn hefur verið duglegur að sýna frá ferðinni á Instagram en um helgina fór hann á mótorhjóli frá Da Polignano a Mare til Santa Maria di Leuca.

Það má með sanni segja að Vilhjálmur hafi verið á faraldsfæti í sumar en í byrjun sumars fór hann til Barcelona á Spáni og eyddi þar nokkrum dögum með börnum sínum. Síðan skellti hann sér yfir til Ítalíu og stoppaði meðal annars á Capri og á Amalfi-ströndinni.

Um miðjan júlí skrapp Vilhjálmur heim til Íslands til að sinna ýmsum verkum og tók meðal annars við máli tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar. Og nú er hann aftur kominn út til Ítalíu.

View this post on Instagram

A post shared by @vhv004

mbl.is