Ævintýralegt Sigöldugljúfur

Nokkrir staðir á Íslandi hafa orðið áhugaverðir og sjónrænir vegna virkjunarframkvæmda. Minna vatnsmagn í giljum og gljúfrum hefur opinberað gríðarlega náttúrufegurð. 

Þrír staðir eru hvað þekktastir í þessu tilfelli: Hafrahvammagljúfur, Stuðlagil og svo það sem nú er fjallað um; Sigöldugljúfur. Gljúfrið liggur nærri hálendisvegi F-208 og er á vinstri hönd þegar komið er yfir hálsinn skammt fyrir ofan Sigölduvirkjun. Best er að finna góðan stað til að leggja bílnum og ganga að gljúfrinu. Það tekur varla meira en 10 til 15 mínútur og tilvalið stopp á leið inn að Landmannalaugum.

mbl.is