Hótel Rangá leitar að norðurljósafangara

Hótel Rangá leitar að norðurljósafangara.
Hótel Rangá leitar að norðurljósafangara. Ljósmynd/Hótel Rangá

Hótel Rangá leitar nú að ljósmyndara til þess að fanga myndir og myndbönd af norðurljósunum dansa yfir hótelinu og í kring. Norðurljósafangarinn fær að eyða mánuði frítt á hótelinu. 

Í auglýsingu á vef hótelsins segir að gegn því að skrásetja norðurljósin fái ljósmyndarinn frítt herbergi og fæði á hótelinu auk aðgangs að stjörnuathugunarstöðinni og heitum pottum. Innifalið er einnig flug til og frá Íslandi. 

Tímabilið sem um ræðir er frá miðjum september og fram í miðjan október. 

Vetrarbrautin okkar og norðurljós yfir Hótel Rangá.
Vetrarbrautin okkar og norðurljós yfir Hótel Rangá. mynd/Snorri Þór Tryggvason
mbl.is