Dr. Biden komin heim eftir heimshornaflakk

Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Japan.
Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Japan. AFP

Dr. Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna er komin heim til Washingtonborgar í Bandaríkjunum eftir að hafa flakkað heimshornanna á milli. Biden fór til Alaskaríkis í Bandaríkjunum, Japans og Havaí. Var þetta fyrsta ferðin sem hún fer ein í eftir að eiginmaður hennar, Joe Biden, tók við embætti Bandaríkjaforseta.

Biden kom til Japans frá Alaska á fimmtudaginn í síðustu viku. Snæddi hún með forsætisráðherra landsins, Yoshihide Suga, og eiginkonu hans, Mariko. Hún dvaldi aðeins 48 tíma í Japan og hitti Naruhito keisara. Tilgangur ferðarinnar var að hvetja áfram bandaríska keppendur á Ólympíuleikunum sem nú fara fram í Japan. 

Á leið sinni heim frá Japan kom hún við á Havaí og hitti þar ríkisstjórann, David Ige, og eiginkonu hans, Dawn, og fleiri mektarmenn. Tilgangur viðkomunnar á Havaí var að hvetja eyjaskeggja til að þiggja bólusetningu við kórónuveirunni.

Dr. Jill Biden ásamt forsætisráðherra Japan, Yoshihide Suga og eiginkonu …
Dr. Jill Biden ásamt forsætisráðherra Japan, Yoshihide Suga og eiginkonu hans Mariko Suga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert