Gummi og Lína njóta í borg ástarinnar

Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son eru í París.
Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son eru í París.

At­hafna­kon­an og áhrifa­vald­ur­inn Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og kær­asti henn­ar Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son kírópraktor fóru til Parísar í morgun, fimmtudag. Þetta er ekki fyrsta utanlandsferð parsins þetta sumarið. 

Parið ferðast mikið saman og fóru þau til Amsterdam í júní. Í þetta sinn ætla þau að vera í París í fimm daga en þau fóru einnig til Parísar í fyrrasumar. Lína og Guðmundur eru einnig þekkt fyrir áhuga sinn á tískuvörum og eiga því án efa eftir að njóta sín í borg ástarinnar sem stundum er kölluð höfuðborg hátískunnar. 

Í þessari ferð ákvað Lína að prófa nýja handfarangurstösku frá franska tískuhúsinu Chloé en hún er vön að ferðast með tösku frá Louis Vuitton. Í handfarangri er Lína með tvenn sólgleraugu, verkjatöflur, spegil, fatarúllu og höfuðpúða fyrir ferðalagið. 

Lína setti snyrtivörur í minni flöskur fyrir ferðina.
Lína setti snyrtivörur í minni flöskur fyrir ferðina. Skjáskot/Instagram

Lína kom með fleiri góð ferðaráð fyrir þá sem ætla ferðast utan. Hún kaupir litla brúsa af sjampói og næringu. Fyrir ferðina keypti hún líka litla brúsa í Tiger sem sniðugt er að setja í snyrtivörur sem koma í stærri ílátum.  

 

mbl.is