Beckham-fjölskyldan nýtur Ítalíu

Harper, David og Cruz Beckham njóta nú lífsins við strendur …
Harper, David og Cruz Beckham njóta nú lífsins við strendur Ítalíu. Skjáskot/Instagram

David og Victoria Beckham njóta nú lífsins við strendur Ítalíu ásamt yngstu börnum sínum tveimur Cruz og Harper. Með í ferðinni er líka móðir Davids, Sandra Beckham, og foreldrar Victoriu, Jackie og Tony.

Fjölskyldan var úti fyrir ströndum Amalfi á snekkju og sigldi til eyjunnar Capri. Þá deildi Beckham einum af sínum uppáhaldshádegisverðarstöðum, Lo Scoglio, sem stendur við ströndina á Capri. 

Beckham skartar aflituðu hári um þessar mundir og Cruz ljósbleiku, en þeir feðgar skelltu sér í litun fyrr í þessum mánuði. 

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is