Rúrik í sólinni á Tenerife

Rúrik Gíslason skrapp til Tenerife.
Rúrik Gíslason skrapp til Tenerife. Skjáskot/Instagram

Rúrik Gíslason, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, nýtur þess að vera í sólinni erlendis þessa dagana. Rúrik fór í fjölskyldufrí til Tenerife en eyjan er þekkt fyrir að vera einn af uppáhaldsáfangastöðum Íslendinga. 

Í vikunni greindi Rúrik frá því á Instagram að hann væri að fara í fjölskyldufrí á Spáni. Hann hlakkaði til að hitta fjölskylduna sína þar en hann hafði þá ekki hitt hana í sex mánuði. 

Síðan þá hefur Rúrik verið duglegur að birta myndir á Instagram. Með honum úti er meðal annars Gísli faðir hans. Rúrik á góðan aðdáendahóp í Þýskalandi og nú virðist aðdáendum Gísla einnig hafa fjölgað.

Gísli birti mynd af sér með Rúrik og fékk nokkrar athugasemdir. Þar er meðal annars bent á hversu myndarlegir feðgarnir eru í fríinu. „Hversu myndarlegur maður, ég er að tala um þennan til vinstri í bláa,“ skrifaði kona nokkur og átti þar við föður Rúriks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert