„Konungur vitanna“ á heimsminjaskrá

Cordouan-vitinn á vesturströnd Frakklands var nýlega skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Vitinn er um 400 ára gamall og hefur verið nefndur konungur vitanna í Frakklandi. 

Cordouan var byggður í lok 16. aldar og stendur á eyju í Atlanshafi við árósa Gironde. Hann upphaflega hannaður af verkfræðingnum Louis de Foix og seinna endurhannaður af verkfræðingnum Joseph Teulere seint á 18. öld. 

„Hann endurspeglar hvernig hönnun og tækni vita hefur þróast í gegnum söguna og var mikill metnaður lagður í hönnun hans og byggingu,“ segir í tilkynningu frá nefnd Unesco.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert